Skip to main content Skip to footer

Jafnréttisáætlun Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar - 3. útgáfa 2023

Jafnréttisáætlun Tónskóla Sigursveins byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (jafnréttislög). Jafnréttisáætlunin á annars vegar við um skólann sem vinnustað og hins vegar skólann sem menntastofnun. Skólinn sem vinnustaður tryggir starfsfólki réttindi sem kveðið er á um í lögunum og sem menntastofnun tryggir hann réttindi nemenda.


Inngangur

Tónskóli Sigursveins leggur áherslu á jafnrétti einstaklinga með mannréttindi og margbreytileika að leiðarljósi. Stefna skólans er er að gætt skuli fyllsta jafnréttis milli og að allir, nemendur og starfsmenn, njóti jafns réttar án tillits til kyns. Þannig verði tryggt að mannauður skólans nýtist sem best. Kynbundin mismunun er óheimil, í hvaða formi sem hún birtist og er það stefna skólans að útrýma slíkri mismunun komi hún í ljós. Tónskóli Sigursveins er samfélag nemenda og forráðamann þeirra, kennara og annarra starfsmanna þar sem jafnræði og virðing ríkir í öllum samskiptum. Markmið jafnréttisáætlunar skólans er að tryggja jafnrétti karla og kvenna innan skólans með markvissum aðgerðum og hvetja til virkrar umræðu um jafnréttismál á öllum sviðum skólastarfsins. Með því vill Tónskóli Sigursveins stuðla að því að mannauður hans – hæfileikar starfsmanna og nemenda, njóti sín sem best.