Skip to main content Skip to footer

Forskóli

Boðið er upp á tveggja ára forskólanám og hafa nemendur úr forskóla forgang inn í hljóðfæranámið. Hægt er að hefja forskólanám 6 og 7 ára. 6 ára nemendur læra á kantele og eldri forskólanemendur á blokkflautu. Forskólinn mikilvægur undirbúningur undir hljóðfæranám þar sem við þjálfum tóneyrað, rytmaskynið, hreyfingar og hlustun. Við byrjum að læra líka aðeins um ritmál tónlistarinnar, þ.e. nótur, þagnir og form. Mikil áhersla er lögð á söng, gjarnan með hreyfingu eða dansi, bæði til að þjálfa röddina og tóneyrað og til hreyfa sig í takt. Söngheitin eru kennd með handahreyfingum með áherslu á fyrstu fimm tónana: do re mi fa so þar sem við byggjum upp leikni í að hoppa á milli trappanna í tónstiganum. 

Við notum söngheitin til að læra lög á kantele því þar eru strengirnir fyrstu fimm tónarnir. Börnin kynnast líka Orff hljóðfærum (skólahljóðfærum) – skólahljóðfærum – tréspilum, trommur, hristur, stafir, þríhorn, bjöllur og annað slagverk. Mikil áhersla er lögð á að kynna fjölbreytta tónlist fyrir börnunum gjarnan í gegnum tónlistarævintýri og sömuleiðis eru öll hljóðfærin sem standa nemendum til boða kynnt bæði í tímum og á sérstakri hljóðfærakynningu á opnu húsi í Hraunbergi annan laugardaginn í febrúar. Gert er ráð fyrir heimanámi í blokkflautunáminu í forskólanum og er það mikilvægur undirbúningur fyrir annað hljóðfæranám. Stuðningur foreldra er mjög mikilvægur, því það þarf að styðja unga nemendur við heimanám og æfingar.