Skip to main content Skip to footer

Samstarf við Fjölbrautaskólann í Breiðholti

Tónskóli Sigursveins kennir tónlistaráfanga í FB þar sem  nemendur læra grunnatriði á rafgítar, hljómborð, rafbassa, slagverk og söng, - samspil, tónfræði og tónsköpun. Kennslan fer fram í húsnæði skólans í Hraunbergi 2. Kenndir hafa verið byrjunar- og framhaldsáfangi síðan 2016 og eru áfangarnir 5 fein. og kenndir í 4 klst. á viku. Hverri önn lýkur með uppskerutónleikum þar sem nemendur flytja ábreiður og frumsamda tónlist sem hefur verið unnin í hljómsveitasamspili yfir önnina.