Skip to main content Skip to footer

Samstarf við Fellaskóla

Tónskóli Sigursveins kennir öllum börnum í 1. og 2. bekk í Fellaskóla tónlist og koma bekkirnir yfir í Tónskólann í Hraunbergi 2 einu sinni í viku.  Í framhaldi af þessu samstarfi skólanna hófst tilraunaverkefni sárið 2019 em fólst í að kenna á fiðlu og píanó í daglegum hóptímum í Fellaskóla, á skólatíma eða beint eftir skóla. Fiðlu- og píanókennsla með þessu sniði, þ.e. samblandi af stuttum einkatímum á skólatíma og nánast daglegum hóptímum hefur eflst og þróast þ.a. nú stunda margir nemendur í Fellaskóla tónlistarnám í Tónskóla Sigursveins. Á hverju ári er farið af stað með a.m.k. 5 nemenda hóp í 3. bekk ýmist á fiðlu eða píanó. Skólagjöldum fyrir tónlistarnám á þessu formi er haldið í lágmarki, eða miðað við að hægt sé að greiða gjöldin að fullu með frístundastyrk Reykjavíkurborgar. Markmiðið er að efla þátttöku nemenda í efra Breiðholti í tónlistarnámi og opna möguleika á tónlistarnámi óháð efnahag.