Skip to main content Skip to footer

Samstarf við foreldra

Stuðningur foreldra í tónlistarnámi barna er mjög mikilvægur. Dagleg ástundun heima fyrir og æfingar eru nauðsynlegur hluti tónlistarnámsins. Börn og margir unglingar geta ekki skipulagt eða passað upp á að æfa sig heima og það er á ábyrgð foreldra að fylgja tónlistarnáminu eftir heima.

Hljóðfærakennarar sjá um að vera í góðu sambandi við foreldra og upplýsa þá um námsframvindu og hvað er framundan í skólastarfinu

Suzukiforeldrar taka virkan þátt í námi barna sinna

Foreldraviðtöl eru í janúar og þá er foreldrum boðið að koma í tíma eða hitta hljóðfærakennarana utan kennslutíma og ræða um tónlistarnámið.

Fylgd, rafrænt fréttabréf Tónskólans er sent til foreldra til að upplýsa um hvað er um að vera í Tónskólanum

Á facebook síðu skólans https://www.facebook.com/TonskoliSDK er fjallað um viðburði á vegum skólans.

Tvö foreldrafélög eru virk í Tónskólanum. Foreldrafélag strengjasveita Tónskóla Sigursveins og Foreldrafélag Suzukideildar Tónskóla Sigursveins.