Tónleikahald
Haldnir eru um 170 tónleikar á ári af ýmsum toga.
Nemendatónleikar eru haldnir reglulega allt starfsárið og sérstakir tónleikar fyrir nemendur framhaldsdeildar u.þ.b. einu sinni í mánuði.
Tónfundir hjá einstökum kennurum eða hópi kennara
Útskriftartónleikar í Suzukideild
Deildartónleikar, t.d. tónleikar píanódeildar, blásaradeildar eða gítardeildar.
Tónleikar í lok haustannar: Strengjasveitatónleikar, tónleikar gítarsveitanna, jólatónleikar Suzukideildar, forskólatónleikar, jólatónleikar í Fella- og Hólakirkju, jólatónleikar í Hörpuhorni, tónleikar rytmadeildar, kammermúsíktónleikar og tónleikar framhaldsdeildar
Tónleikar í þemaviku í febrúar - tvennir til þrennir tónleikar á dag á Engjateigi og í Hraunbergi þar sem allir nemendur skólans koma fram. Nýtt þema er valið á hverju ári.
Úrvalstónleikar fyrir Nótuna. Tvennir tónleikar þar sem dómnefnd velur hvaða atriði taka þátt í svæðistónleikum Nótunnar í Reykjavík
Strengjasveitatónleikar á vorönn þar sem fram koma fjórar strengjasveitir.
Gítarsveitatónleikar þar sem fram koma fjórar gítarsveitir skólans.
Vortónleika rytmadeildar þar sem fram koma hljómsveitir í rytmadeildinni.
Vorprófstónleikar í framhaldsdeild í apríl, 4-5 tónleikar fyrir píanó, strengi, gítar og blásara.
Dagur Tónskólans í maí, u.þ.b. 12 tónleikar haldnir á sama degi í Hraunbergi, Gerðubergi og Fella- og Hólakirkju. Þar koma fram flestir hljóðfærahópa skólans og stór hluti nemenda í skólanum.
Vortónleikar fyrir nemendahóp hvers kennara.