Skip to main content Skip to footer

Elín Arnardóttir

Elín Arnardóttir (1992) hóf Suzuki píanónám aðeins þriggja ára gömul við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Peter Máté var aðalkennari hennar næstu árin. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á aðeins þremur árum og samhliða námi sínu þar hlaut hún inngöngu í Listaháskóla Íslands á diplóma braut aðeins 16 ára gömul. Elín útskrifaðist við Listaháskóla Íslands með BMUS gráðu árið 2013 eða 20 ára gömul og hlaut við útskrift styrk frá Halldóri Hansen. Tveimur árum síðar lauk hún síðan MMUS gráðu í píanóleik frá BU í Kanada.

      Elín hefur unnið til verðlauna í fjölmörgum keppnum á Íslandi, þar á meðal fyrsta sæti í framhaldsflokki í píanókeppni EPTA og önnur verðlaun í flokki háskólanema í sömu keppni. Hún lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands 18 ára gömul í kjölfar sigurs í keppninni Ungir einleikarar. Hún hefur einnig hlotið fleiri styrki, meðal annars úr Minningarsjóði Birgis Einarssonar.

    Nýlega hefur Elín lokið öllum fimm stigum í Suzuki píanó kennsluréttindum með þeim yngstu í Suzuki píanókennarahópi á Íslandi. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur góða reynslu af kennslu samkvæmt Suzuki aðferðinni og kenndi meðal annars í um 8 ár við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík.


Contact

E-mail: elinarnard@gmail.com
Sími: 6928049