Francisco Javier Jáuregui
Spænski gítarleikarinn og tónskáldið Francisco Javier Jáuregui stundaði nám í klassískum gítarleik í Los Angeles og Madríd áður en hann útskrifaðist með meistaragráðu frá Guildhall School of Music and Drama í London. Javier hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar víðs vegar í Evrópu, Bandaríkjunum, Afríku og Suð-Austur Asíu. Hann hefur flutt gítarkonserta eftir Vivaldi og Rodrigo (Concierto de Aranjuez) og önnur verk með sinfóníuhljómsveitum og kemur reglulega fram með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, með Elenu Jáuregui fiðluleikara sem Roncesvalles dúóið og með þeim báðum sem Aglaia tríóið. Javier hefur leikið inn á fjölmargar upptökur og geisladiska. Hann hefur kennt á gítar frá árinu 1997, m.a. við St Paul‘s Cathedral School í London, King‘s College Madrid, og Saint Louis University Madrid Campus þar sem hann var einnig stjórnandi tónlistardeildarinnar. Javier hefur flutt fyrirlestra m.a. við Stanford University Bing Overseas Studies Program í Madríd, Saint Louis University í Missouri í Bandaríkjunum og Universidad Popular de Alcobendas á Spáni. Á árunum 2002-2019 tók hann þátt í árlegum tónlistarverkefnum í á annað hundrað skóla á vegum Wigmore Hall tónleikasalarins í London. Á Íslandi hefur hann kennt við Tónlistarskóla Árnesinga, en hann kennir nú við Tónskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins. Javier er einn stofnenda og stjórnenda Festival Internacional de Música de Navarra (FIMNa) á Spáni og Sönghátíðar í Hafnarborg.
Contact
E-mail: jauregui.francisco.javier@gmail.com
Sími: 6920881
